að kaupa sígarettur er eins og að panta ferð í líkkistu...

Hugsaðu málið, áður en þú kaupir.

21.04.2010 10:17:12 / reyklaus97

reykingar

MIÐALDRA karlar sem að staðaldri reykja pakka eða meira af sígarettum á dag stytta meðalævina um 13 ár en miðaldra konur um 10 ár. Þegar reykingavenjur eru kannaðar eingöngu í upphafi rannsóknar leiðir það til verulegs vanmats á skaðsemi reykinga um 15–40%. Þetta kemur fram í niðurstöðum hóprannsóknar Hjartaverndar sem birtar eru í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

 

Óbeinar reykingar

Ef einn reykir - reykja allir. Reykingum fylgja ýmis óbein áhrif. Þeir sem reykja ekki en þurfa að anda að sér lofti menguðu tóbaksreyk eru því í vissum skilningi að reykja þó að þeir hafi ekki kosið sér það sjálfir. Reykingum fylgir ýmis sóðaskapur og slysahætta hafa mjög skaðleg áhrif á umhverfið. Þó svo að maður hafni reykingum er maður ekki að hafna reykingamanninum.


» 0 hafa sagt sína skoðun

20.04.2010 13:07:23 / reyklaus97

gestabók

allir sem fara á síðuna getiði plís skrifað í gestabókina um hvað þér finnst takk:)

» 2 hafa sagt sína skoðun

20.04.2010 11:32:11 / reyklaus97

viðtal við Ármann Smára Björnsson.

Við í 7. bekk K vildum taka viðtal við þekktan íþróttamann og komast að því hvers vegna honum hefur gengið svona vel. En fyrir valinu varð Ármann Smári Björnsson sem spilar með Hartlepool United en hann hefur afrekað mikið í fótbolta. Inga Kristín hringdi í hann og spurði hann nokkurra spurninga.

Inga: Hvers vegna hefur þú náð svona langt í fótbolta ?

Ármann: Ég hef lagt mig mikið fram, æft mig vel og fengið stuðning frá foreldrum, systur og fjölskyldu.

Inga: Hefurðu prófað að reykja ?

Ármann: Nei aldrei og langar það ekki.

Inga: Hvað finnst þér um reykingar ?

Ármann: Mér finnst þær ekkert sérstakar, þær eru líka óhollar, skemma líffærin og mjög skaðlegar.

Inga: Finnst þér ógeðslegt að reykja ?

Ármann: Já mjög ógeðslegt.

Inga: Þekkir þú marga sem reykja ?

Ármann: Nei ekki svo marga.

Inga: Hvað finnst þér um þá ?

Ármann: Mér finnst það bara vera þeirra val, en þeir eru ekkert verri manneskjur en þeir sem reykja ekki.

Inga: Finnst þér reykingar skaðlegar ?

Ármann: Já mjög skaðlegar.

Inga: Veistu hvað reykingar gera ef maður reykir ?

Ármann: Já, þær eru mjög skaðlegar og skemma lungun og fleiri líffæri.

Inga: Veistu hvaða efni eru í sígarettum ?

Ármann: Nei, eiginlega ekki en ég veit að það er nikótín í sígarettum.

 Inga: Ef þú myndir prófa að reykja, myndir þú gera það aftur ?

Ármann: Nei mig langar aldrei að prófa að reykja.

Inga: Veistu um fótboltamann/menn sem reykja ?

Ármann: Já, það eru nokkrir í enskudeildinni, til dæmis Ashley Cole, Dimitar Berbatov og fleiri.

Inga: Ef maður stundar íþróttir og reykir, getur maður þá ekki náð langt ?

Ármann: Jú það er alveg hægt, en maður nær kannski ekki alveg jafn langt.

Inga: Af hverju náðir þú svona langt, en ekki einhver sem reykir ?

Ármann: Ég veit um einhverja sem hafa náð jafn langt og ég eða lengra sem reykja, sem spila fótbolta en mér finnst að hæfileikinn skipti mestu máli hjá manni.

Og með þessum orðum kveð ég Ármann Smári.                           

» 4 hafa sagt sína skoðun

16.04.2010 11:33:44 / reyklaus97

reyklaus hátíð :)

Hæ hæ það verður reyklaus hátíð þann 24 Apríl 2010 klukkan 4-5 og þar verða t.d.leikrit og stelpurnar sem unnu söngvakeppni skíðadeildar sindra, og svo koma dúdúfuglarnir sem eru hljómsveit bekkjarins og svo verða líka kökubasar. Dagskráin er svona stelpurnar byrja að syngja the climb með miley cyrus svo kemur leikrit eftir Önnu Birnu Elvarsdóttir og Birtu Karlsdóttir sem að fjallar um stelpu sem flytur til Reykjavíkur og lendir í vinahóp sem reykir og hún neytar því. svo kemur hljómsveitin dúdú fuglarnir sem eru með Þorkel Ragnar Grétarson, Hauk Inga Agnarsson, og Sigmar Þór Sævarsson og þeir syngja nokkur lög fyrir ykkur vona að sem flestir mæta takk fyrir að lesa. :)

» 0 hafa sagt sína skoðun

18.03.2010 10:36:30 / reyklaus97

reykingar

Hér kemur smá umfjöllun frá nemendum í 7.og 8. bekk grunnskóla hornafjarðar (heppuskóla) um hluta þeirra fjölmörgu efna sem reykingamenn anda að sér við reykinginar. Krakkarnir taka þátt í verkefninu Reyklaus bekkur


Í sígarettum er ...

...Nikótín- Nikótín og sölt þess eru með eitruðustu efnum sem þekkjast. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni. Efnið er aðeins sjö sekúndur að fara upp í heila.
...Tjara- Fjöldi efnasambanda í tjöru skiptir hundruðum. Meðal þeirra eru nokkrir tugir efna sem geta valdið krabbameini. Þegar reyknum er andað ofan í lungu situr 70% af tjörunni eftir í lungunum.
...Koleinoxíð- er lyktarlaus, bragðlaus og eitruð lofttegund sem ekki verður vart við í andrúmsloftinu. Í stórum skömmtum er hún lífshættuleg.
Kolsýrlingur kemur í veg fyrir súrefnisflutning í blóðinu vegna þess að binding hans við rauðu blóðkornin er sterkari en binding súrefnis við þau.
...Benzó(a)pýren - Getur valdið krabbameini. Efnið getur valdið arfgengum skaða og dregið úr frjósemi einnig skaðar það barn í móðurkviði.
...Ammoníak - Eitrað við innöndun og ætandi. Ammoníak er notað í frystikerfi og er einnig í áburð á tún. Ammoníak veldur óþægindum og áreiti í öndunarkerfi manna og augum. Ammoníak getur verið skaðlegt og jafnvel banvænt ef um veruleg og langvarandi áhrif er að ræða.
...Brennisteinsvetni - Er meðal annars notað í byssupúður, hægðarlyf, eldspýtum, skordýraeitur og sveppaeyði. Mjög eitrað við innöndun.
Arsenik - Eitrað við innöndun og inntöku. Arsenik er notað í rottueitur

Reykingar fara verulega illa með líkamann þinn..! ekki byrja að reykja því það er erfiðara að hætta að reykja en maður heldur..!
Góð heilsa er verðmætari en peningar.


» 0 hafa sagt sína skoðun


Heimsóknir
Í dag:  8  Alls: 6583
Könnun
ætlaru að mæta á reyklaus hátíð 2010 á hornafirði ?


Könnun
Finnst þér cool að reykja. ????Klukkan
Talning
Niðurtalningu lokið!
Fyrir 1679 dögum
reyklaus hátíð
Könnun
trúir þú að ef reykir nærðu styttra í lífinu

Þínir flokkar
Dagatal
nóvember - 2014
S M Þ M F F L
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
FyrriNæsti
Heimsóknir
Í dag:  8  Alls: 6583
Könnun
reykir þú ?


Textabox
sælir. við erum 7 key. og erum í Heppuskóla á Hornafirði.. Við erum að vinna í reyklaus. og erum að reyna að vinna keppnina. bæææææææ.